Leita í fréttum mbl.is

Spánn og steinsmugan

Við komum frá Spáni á laugardaginn var. Við vorum á Albir og vorum á ágætu hóteli sem heitir La Colina. Ferðin byrjaði vel og var strax tekin sú ákvörðun að slappa vel af og gera eða fara frekar lítið og venjast hitanum fyrstu vikuna og þá seinni átti að panta bíl og gera alveg helling, allavega voru fimm dagar alveg bókaðir þá seinni og svo átti að sjá til. Nú fyrsta vikan leið og sú seinni að byrja og þá fór allt fjandans til, á sunnudeginum fengum við öll einhverja flensu, líklega ekki svína en allavega fengum við steinsmuguna endalausu, magaverki og hita og jú og svo ældu tveir. Þennan fjanda ætluðum við bara ekki að losna við og fór öll sinni vikan í það. Það er nú bara alveg glatað að vera með 39 stiga hita í 32 stiga hita á Spáni. Nú jæja vikan leið og allir nema ég voru búnir að ná sér að mestu á laugardeginum eða þegar við fórum heim. Jæja allir lifðu af og vonandi erum við búin með okkar veikindaskammt í útlöndum.

 

spann1.jpg

       Göturnar eru skemmtilega þröngar á Altea

 

spann2.jpg

       Útsýnið frá Altea til Albir og svo sjást háhýsin á Benedorm í baksýn.

 

spann3.jpg

       Það var nú alveg í þrengra lagi þarna.

 

spann4.jpg

       Sko bara, þarna er ég og strákarnir.

 

spann5.jpg

       Siggi og Sigga, þarna erum við á Alecante.

 

spann6.jpg

       Og svo ein frá Guadalest.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Oh, leiðinlegt að veikjast á sólarströndu, og sérstaklega að fá magapest.  Svínaflensuna er hægt að hjóla og drekka úr sér, ég gerði það og merkilegt nokk, þá svín-virkaði það!  En ef maður fær í magann, þá er voðalega lítið hægt að gera sér til skemmtunar.

Vona að fyrri vikan hafi verið ánægjulegri hjá ykkur.

Hjóla-Hrönn, 26.8.2009 kl. 17:10

2 Smámynd: Karl Tómasson

Kæri frændi.

Það er einn stórkostlegasti mannkostur sem hægt er að hafa, að sjá alltaf bjartar hliðar.

Þá opnast björt hlið fyrr en síðar.

Þú átt og hefur alltaf átt gott með að sjá bjartar hliðar Hallsteinn minn kæri frændi.

Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Mosó.

Karl Tómasson, 27.8.2009 kl. 22:33

3 Smámynd: Jens Guð

  Þumalputtaregla þegar ferðast er til útlanda er að byrja á að fá sér jógúrt eða aðra mjólkurvöru innfæddra við fyrsta tækifæri.  Gerlaflóra Íslendinga fær í þeim tilfellum þá góðgerla sem koma í veg fyrir steinsmuguna.  Þetta er nokkuð pottþétt ráð.

Jens Guð, 28.8.2009 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

steinimagg
steinimagg
Með allskonar dellu

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband