Leita í fréttum mbl.is

Þar fór hann,

gamli góði Electrolux ísskápurinn, hann bara steindó með látum kl 11:33 í morgun, 18 ára og 7 mánaða. Hann hefði nú alveg getað valið sér betri tíma, ekki alveg hentugt að standa í ísskápsmálum á gamlársdag. En eins og við vitum þá gera svona skyndileg fráföll ekki boð á undan sér og við þurftum bara að þjóta af stað. Húsasmiðjan var opin til eitt og við brunuðum þangað. Þar sáum við þennan fína ísskáp, sama sort og okkar gamli bara stærri og flottari, megi hann lengi lifa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Tómasson

Húrra, húrra, húrra!!!!!!!!!!!!!!!

Karl Tómasson, 1.1.2009 kl. 16:31

2 Smámynd: steinimagg

steinimagg, 1.1.2009 kl. 19:13

3 Smámynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Kannast við svona sviplegt fráfall heimilistækja á ögurstundum. http://skipperinn.blogcentral.is/blog/2008/9/15/heimilistaekin-i-thvottahusinu/ . Óska þér og þínum gleðilegs nýs árs og þökk fyrir það liðna.

Guðmundur St. Valdimarsson, 2.1.2009 kl. 04:43

4 Smámynd: HP Foss

Varstu nokkuð að halla honum Steinn?  Það fer víst ekki vel með þá.

HP Foss, 2.1.2009 kl. 15:14

5 Smámynd: steinimagg

Ekki mikið, bara pínulítið smá aðeins :-)

steinimagg, 2.1.2009 kl. 17:34

6 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Já, merkilegt þegar svona lífsnauðsynlegir hlutir þurfa að gefa sig rétt fyrir langt frí.  Kaffikannan mín tók upp á þessum óskunda rétt áður en eitthvað langt frí, páskar eða verslunarmannahelgi eða jólin, man ekki alveg hvaða frí það var en alla vega var lokað í öllum raftækjaverslunum í nokkra daga.  Klukkan var 19:45 og ég ákvað að brenna í Hagkaup sem lokaði kl 20 og athuga hvort þeir ættu kaffikönnu.  Við heppin, því það var bara og aðein ein kaffikanna eftir.  Mikið svakalega bragaðist kaffisopinn vel þessa helgi.

Hjóla-Hrönn, 4.1.2009 kl. 13:50

7 Smámynd: Amason

Já það hefur víst eitthvað verið að ganga hjá heimilistækjum í landinu, á síðasta ári stoppuðu þrjú af aðalheimilistækjunum hjá mér, fyrst uppþvottavélin, svo ísskápurinn og núna rétt um jólin fór þvottavélin og ég hef heyrt svona sögur hjá fleirum.

Uppþvottavélin þurfti bara að fara í "lítilsháttar" aðgerð en ísskápurinn þurfti nýtt hjarta, reyndar var hann með tvö en við ákváðum að láta græða í hann nýtt. Þetta tvennt fór saman í viðgerð og kostnaðurinn um 50 þús kr.

Þvottavélin er um 12 ára gömul, hefur þjónað okkur vel og verið mikið notuð, ég tætti hana í sundur og komst að því að henni yrði ekki bjargað. Ég beið eftir útsölunum núna og ætlaði að fá mér sæmilega "ódýra" útsöluvél á verði lúxusvéla fyrir 10 mánuðum síðan, verðið á heimilistækjum hefur hækkað um 60-120% á 10 mánuðum! Mjög góð topplínu Electrolux þvottavél kostaði t.d. tæpl 80 þús kr í feb 2008 en sama vél kostar í sömu búð 146 þús kr í dag, yfir 82% meira! Svo heppilega vildi til að rétt áður en ég keypti útsöluvél þá bauð bróðir minn mér þessa rándýru Electrolux vél á 60 þús kr en hann átti eins og hálfs árs gamla þannig vél sem hann hefur ekki þörf fyrir enda með tvær.

Núna eru öll heimilistæki komin á rugl verð, eins gott að þau tóri eitthvað og lifi af kreppuna.

Amason, 14.1.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

steinimagg
steinimagg
Með allskonar dellu

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband