Leita í fréttum mbl.is

Jólagjafir

Þessar amerísku auglýsingar eru nú ekki mjög gamlar og þóttu eflaust bara fínar en það er nú bara hálf fyndið að sjá þær í dag.

jolagjof1.jpg

jolagjof2.jpg

jolagjof3.jpg


Límband

Það er alveg ótrúlegt hvað sumir einfaldir hlutir geta verið magnaðir.

Ég var búinn að vera með stanslausa fjandans verki í hérna hvað heitir það nú, olnbogabótinni. Ég var að verða geðveikur á öllum verkjatöflunum sem ég þurfti að taka. Ég vældi um þetta við stórsnillinginn sjúkraþjálfarann minn og hann setti upp alveg sértakan svip, það er "nú er ég að hugsa voða voða mikið svipurinn".

Hann velti þessu eitthvað fyrir sér og kom á endanum með límbandsrúllu, he he nú hélt ég að hann væri alveg endanlega orðinn ruglaður eða eitthvað, hann sá eitthvað á svipnum á mér og sagði að þetta væri sko ekkert grín, þetta er til að minnka bólgurnar, hjálpar við að losa um þær og verkirnir ættu þá að minnka, ég botnaði ekkert í hvað ann vara að fara og sagði bara "jááá einmitt".  Á límband að laga þetta, glætan spætan, ekki hafði ég mikla trú á því en sagði ekkert upphátt. Jæja límbandið var sett á eftir kúnstarinnar reglum og ég mátti fara.

Þetta var sett á föstudaginn síðasta eða fyrir viku. Hvað haldið þið, þetta fja.. ég meina dásamlega límband virkar, þræl virkar. Ég fann strax mun erfir tvo daga og enn meiri eftir þrjá og gat minnkað verkjatöflurnar tveimur dögum eftir og hætt alveg með þær sterku fjórum dögum síðar, ótrúlegt en satt.

Það er nú ekki amalegt að vera bæði límdur og negldur, snilli :-)

sjukralim.jpg


Cyclocross

Cyclocross hjól eru ekki algeng á íslandi og er ég hissa á því að það skuli ekki fleiri vera á svoleiðis hjólum. Hjólin eru nokkuð svipuð og götuhjól í útliti en eru sterkari og með breiðari dekk. Ég hef hjólað með einum og það var stundum alveg magnað, td var hann ekki að hjóla einhvern krók til að komast upp á brú eða eitthvað, hann skellti bara hjólinu á öxlina og hljóp upp og beið svo hinn rólegasti eftir okkur hinum.

Hér er skemmtileg mynd úr keppni, endirinn er ótrúlegur.

 

 

 


Reiðhljóðfæri

Hér kemur lag úr Hnetubrjótnum eftir Tchaikovsky spilað á reiðhjól. Í lokin kemur svo listi yfir þann búnað sem notaður er á hjólinu og hljóð hvers hlutar með.

 

 


Vetrarhjólreiðar

Það getur verið mjög gaman að hjóla á veturna, sérstaklega þegar það er snjór yfir öllu, smá frost og logn. Fara td upp í Heiðmörk og hjóla á stígnum er frábært allan ársins hring, en á veturna er það einhverveginn svo friðsælt.

Sigga benti mér á bloggsíði hjá stelpu sem býr í Alaska, ég verð nú bara að segja að ég öfunda hana aðeins að búa þarna, landslagið er alveg magnað og svo er veðrið mun betra, það eru ekki þessar umhleypingar sannslaust. 

Stelpan heitir Jill og tók þessar myndir. Hér er síðan hennar.

pc090003.jpg

pc090013.jpg


Brúarárfoss.


 

       Er fallegur í vetrarbúning.

bruararfoss_vetur.jpg


Svangur ísbjörn

 Ætli mann greyið hafi verið búinn að týna bíllyklinum, ég held allavega að hann hafi sloppið.

Fleiri myndir eru hér

svangur_isbjorn_4.jpg

svangur_isbjorn_6.jpg

 


Ein fyrir HP Foss

Jæja það eru allavega tveir hausar á þessari mynd.

suludans.jpg


Vetrarhjól.

Það væri ekki amalegt að eiga eitt svona :-)

vetrarhjol.jpg


Fleiri bíómyndir

Jæja, hér eru næstu þrjár senur, Lárus hafði rétt fyrir sér með nr 1 og 2, og hvað haldið þið nú.

       Nr. 4

picture_1_744983.png

       Nr. 5

picture_2_744991.png 

       Nr. 6

picture_3_744988.png

 

 


Úr

Þetta er nú líklega eitt það flottasta úr sem ég hef séð, nei ekki flottasta heldur svona magnaðasta.

 

 


Darth Thriller

Þetta er nú bara fyndið.

 

Og svo má sjá þetta í fullri lengd hér.


Úr hvaða mynd

Getið þið sagt mér úr hvaða bíómyndum þessar senur eru?

        Nr 1

picture_1.png

        Nr 2

picture_2_741655.png

        Nr 3

picture_3.png

 


Háifoss

Háifoss er tignalegur, myndin var tekin í ferð með Fókus, ljósmyndaklúbb sem ég var einu sinni í. Þegar við komum að fossinum þá sást varla í hann fyrir þoku en svo bara allt í einu létti til. Vinur minn Arnar stendur á brúninni, ekki mjög lofthræddur.

arnar_og_haifoss.jpg


Þolinmæði

Ég vildi að ég hefði þolinmæði til að hlusta á Sigurrós, hef heyrt að ef maður fer á tónleika að þá verði ekki aftur snúið.
mbl.is Sigur Rós á topp 10 lista Paste Magazine
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt af mínum uppáhalds lögum

ATH, lagið er nú bara 3,5 min þó að það standi að það sé 9:58

Gáta Nr 9

Hvað er það sem færir okkur samneyti við hina látnu aftur, kemur okkur til að gráta, hlægja og finnast við ung á nýjan leik. Fæðast á andartaki og endast alla ævi.

Gáta Nr 8

Fjarlægðu hörund mitt - ég mun ekki gráta, en það gerir þú.

Hver er ég ?


Gáta Nr 7

Ég er mjög freistandi að því er sagt er. Ég hef skínandi rautt yfirborð og hvítt hold þar undir. Ég lykta yndislega, bragðast vel og hjálpa til við að vernda tennur þínar.

Hver er ég?


Vinstri

Það er alveg ótrúlegt hvað maður venst því að nota bara vinstri hendi, sem betur fer er hægri í fínu lagi fyrir neðan olnboga en hreyfingin í öxlinni er ansi lítil, nú maður þarf að borða með vinstri, klæða, raka og tannbursta, já og skei... einmitt já þið skiljið, bara allan fjandann. En það er eitt sem er alveg vonlaust en það er að tala í símann og nota vinstra eyra, það er ekki séns :-)

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

steinimagg
steinimagg
Með allskonar dellu

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband