Fimmtudagur, 29. október 2009
Patek Philippe
Flóknasta vasaúr sem gert hefur verið er að fara á uppboð í Sviss, en það er Patek Philippe Calibre 89, nú er um að gera og bjóða í, muna að hika er sama og tapa.
Það voru aðeins búin til 4 eintök, þróunarvinnan tók 5 ár og smíðin 4 ár. Áætlað verðmæti er um 6 milljón dollarar, árið 2004 seldist eitt á 5.002.500.- dollara.
Úrið er með 1728 íhluti og sýnir 33 mismunandi tímamælingar, sem sagt dagatal og allskonar bráðnauðsinlegar mælingar. Dagatalið tekur td hlaupaár með í reikninginn og svo sýnir það stöðu tunglins og já bara allan fjan....
Það er aðeins 1,1 kg, þvermálið er 89 mm og þykktin 41 mm.
Hér má sjá upplýsingar um úrið og hér allt um uppboðið.
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.