Laugardagur, 2. maí 2009
Vinnuhjólið
Jæja þá er ég loksins búinn að skrúfa saman vinnuhjólið. Það var gert fyrir viku og ég er búinn að fara nokkrar ferðir á því. Þetta hjól er bara snilldin ein. Hjólið er Mongoose Sabrosa Ocho og fæst í GÁP, það er með Shimano Alfin 8 gíra nafi, engin 100 tannhjól sem eru að þvælast út um allt, bara eitt tannhjól að frama og eitt að aftan og gírarnir í nafinu, bara flott. Búinn að setja bögglabera á það og nú þarf ég ekki að hafa bakpokann lengur, bara lúxus :-)
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.
Athugasemdir
Hefði ekki verið betra og billegra að fá bögglaberann á hitt?
Ætlarðu næst að fá þér hjól fyrir speglana?
Bestu kveðjur frá K. Tomm úr Mosó.
Karl Tómasson, 2.5.2009 kl. 11:38
Böglaberann á hitt hvað! Ert þú með krók og toppgrind á Bensanum :-)
steinimagg, 2.5.2009 kl. 13:02
Góður að vanda.
Voff, voff frá frænda.
Karl Tómasson, 2.5.2009 kl. 18:59
Kalli veit greinilega ekkert hvað er að vera alvöru hjólamaður. Það þekkum við Hallasteinn, báðir fagmenn á því sviði.
HP Foss, 2.5.2009 kl. 21:24
Já það er rétt, það er bara einhver helv... hundur í honum.
steinimagg, 2.5.2009 kl. 23:14
Það vantar joðið hjá þessum Helga í þekkjum. Kan maðurinn ekki að skrifa.
Reynir.
Reynir (IP-tala skráð) 3.5.2009 kl. 16:38
flott... til hamingju með hjólið!
Amason, 4.5.2009 kl. 01:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.