Leita í fréttum mbl.is

Cyclocross

Cyclocross hjól eru ekki algeng á íslandi og er ég hissa á því að það skuli ekki fleiri vera á svoleiðis hjólum. Hjólin eru nokkuð svipuð og götuhjól í útliti en eru sterkari og með breiðari dekk. Ég hef hjólað með einum og það var stundum alveg magnað, td var hann ekki að hjóla einhvern krók til að komast upp á brú eða eitthvað, hann skellti bara hjólinu á öxlina og hljóp upp og beið svo hinn rólegasti eftir okkur hinum.

Hér er skemmtileg mynd úr keppni, endirinn er ótrúlegur.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég hélt fyrst að einhver hefði filmað mig í hjólatúrnum í dag!  Stígarnir eru fínir og vel færir, en svo eru gatnamótin krapa-drullusvað og maður kemst bara yfir með því að leiða/bera hjólið yfir.  Sá sem hannaði kræklóttu gatnamótin hefur ábyggilega dvalið lengi, lengi erlendis, hefur greinilega ekki dottið í hug að það væri vetur á Íslandi.  Moksturstækin komast ekki í gegn um víravirkið og afleiðingin er haugur af gömlum skítugum snjó sem lítur ekki ósvipað út og brúna leðjan í myndbandinu. 

Hjóla-Hrönn, 16.12.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: steinimagg

Já þessi gatnamót í bænum eru óþolandi og sem betur fer þarf ég mjög sjaldan að fara um þau.

steinimagg, 16.12.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: HP Foss

Ég ætti kannski að fá mér svona hjól, sný alltaf við þegar ég kem að halla.

HP Foss, 17.12.2008 kl. 10:57

4 Smámynd: steinimagg

hehe, já þá er málið að skella því á öxlina og hlaupa upp brekkuna, skítlétt

steinimagg, 17.12.2008 kl. 19:32

5 Smámynd: Magnús Unnar

Já ég væri til í eitt svona.

Magnús Unnar, 17.12.2008 kl. 20:59

6 Smámynd: Karl Tómasson

Hver vann???

Ég hélt með þessum í bláu treyjunni.

Karl Tómasson, 18.12.2008 kl. 15:26

7 Smámynd: steinimagg

Veit ekki :-)

steinimagg, 18.12.2008 kl. 22:46

8 Smámynd: Amason

vá, það þarf þrótt í svona...

...já eða fram

Amason, 30.12.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

steinimagg
steinimagg
Með allskonar dellu

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband