Fimmtudagur, 11. desember 2008
Vetrarhjólreiðar
Það getur verið mjög gaman að hjóla á veturna, sérstaklega þegar það er snjór yfir öllu, smá frost og logn. Fara td upp í Heiðmörk og hjóla á stígnum er frábært allan ársins hring, en á veturna er það einhverveginn svo friðsælt.
Sigga benti mér á bloggsíði hjá stelpu sem býr í Alaska, ég verð nú bara að segja að ég öfunda hana aðeins að búa þarna, landslagið er alveg magnað og svo er veðrið mun betra, það eru ekki þessar umhleypingar sannslaust.
Stelpan heitir Jill og tók þessar myndir. Hér er síðan hennar.
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.
Athugasemdir
Efri myndin gæti verið úr Hallormsstaðaskógi en sú neðri í Leirvoginum.
HP Foss, 11.12.2008 kl. 21:42
Já þessar myndir sína nú ekkert hvernig landslagið er í Alaska og gætu alveg eins verið teknar hér á klakanum, það eru margar flottar myndir á síðunni hennar.
steinimagg, 11.12.2008 kl. 23:31
Já kíkti smá á bloggsíðuna hennar og hún er komin í bookmarks hjá mér.. Ég hef alltaf haft áhuga á Alaska, það væri gaman að koma þangað einhvern tímann.
Amason, 30.12.2008 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.