Mánudagur, 17. nóvember 2008
Upphertur
Jæja þá er ég vel upphertur og alveg stálsleginn. Aðgerðin var erfiðari en reiknað var með og tók 3 tíma, erfitt að komast að gömlu skrúfunum og svo biluðu tvær borvélar. Allt gekk vel að lokum og er ég kominn með mun sverari og lengri tein og stærri skrúfur. Ég kom heim af spítalanum á föstudaginn, var semsagt í fimm daga. Ég fer aftur í tékk 19. des og má ekkert vinna þangað til :-( Það eina sem ég á að hugsa um er að passa að öxlin frjósi ekki, það eru allskonar æfingar sem ég þarf að gera, ég þekki þessar æfingar vel enda gert þær milljón sinnum.
Hér eru tvær myndir, röntgen myndin var tekin 11. en hin í gær.
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.
Athugasemdir
Elsku kallinn minn, ég hugsa mikið til þín.
Bestu kveðjur frá frænda úr Tungunni.
Karl Tómasson, 17.11.2008 kl. 22:38
Úffff... karlinn minn!! Þetta eru dálítið mörg spor!
Gangi þér vel með æfingarnar og batann.
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:21
Ætli allir kveiki á perunni að þú ert heftaður saman? Ég endurtek því brandarann minn... -Svaaakalega hlýtur læknirinn að eiga stóra tengdamömmu fyrir þessi hefti.
Sigga Hjólína, 18.11.2008 kl. 00:19
Þetta er enginn smá teinn Hallsteinn! Gott að þetta er yfirstaðið, gangi þér vel í æfingunum, þetta er eflaust gott skref í bataferlinu...
Amason, 20.11.2008 kl. 12:16
Það má segja að þú sért kominn á nagla fyrir veturinn
Guðmundur St. Valdimarsson, 27.11.2008 kl. 00:37
Já enda er ég stálsleginn :-)
steinimagg, 27.11.2008 kl. 23:07
Já það er mikið til í því.
Guðmundur St. Valdimarsson, 28.11.2008 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.