Þriðjudagur, 24. júní 2008
Sumar
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.
Athugasemdir
Hvenær skildi þessi verða virkjaður ?
Guðmundur St. Valdimarsson, 27.6.2008 kl. 00:26
Foss á Síðu er alltaf fallegur.
Karl Tómasson, 13.7.2008 kl. 22:47
Anskoti getur þú verið skakkur stundurm Kalli, þetta er ekki mynd af Fossi á síðu, þetta er einhver allt annar foss og reyndar sýnist mér þetta ekki vera foss, heldur flúðir. það er ekki skrítið þó Álafossinn sé í hvarfi frá þér séð. Mér er endanlega öllum lokið og hugur minn er við hina landmiklu jörð, Stafafell í Lóni.
HP Foss, 13.7.2008 kl. 23:22
Afsakið, en ég má til að koma aftur inn, hvað gengur manni til sem stjórnar heilu bæjarfélagi og þekkir ekki foss frá Fossi á Síðu. Að halda þessa djöfulsins flúð, Foss á Síðu er bara ekki boðlegt sett fram af mann sem telur sig yfir flesta hafna. að rugla saman einum formfastasta Fossi heims saman við tilviljunarkenndar flúðir í Hrunamannahreppnum ver vott um hroðvirknisleg vinnubrögð, þar sem ekkert, ekkert er spáð í verkefnin sem unnið er við.
Mér er frekast að halda að klessuverk það sem þú málaðir og gafst mér sem "Foss á Síðu í klakaböndum", hafi í raun verið þessi marg virkjaða spræna.
HP Foss, 13.7.2008 kl. 23:40
Helgi minn, ég ætlaði ekki að móðga neinn né stuða. Foss á Síðu er minn foss og oft kalla ég alla fossa foss, foss er fossinn rétt eins og margir vilja meina að Gullfoss sé fossinn, þannig er það nú bara.
Óttalegur skapofsi er þetta.
Karl Tómasson, 13.7.2008 kl. 23:58
Já nei nei. það er ekki nóg að koma hér pollrólegur, búinn að gera í allar sínar brækur, ber að ofan með svínherta magavöðva af sólbrennslu. Bullandi út og suður um gyllta fossa og glópagull.
Maður verður að hugsa áður enmaður skrifar!!
HP Foss, 14.7.2008 kl. 11:45
Svo virðist sem bóndadurgurinn hafi ekkert fengið að éta eða...... nýlega. Foss um foss frá fossi til Foss, samt ekki endilega á Síðu.
Fors um fors frá forsi til Forseta.
Karl Tómasson, 14.7.2008 kl. 15:15
Það er ekki sama foss og Foss. Alveg eins og fosseti er ekki sama og fosseti, þannig eru sumir fossar þurrir, aðrir þurrkaðir, þá þeir blautu og síðan íslenskir Fossar, ómengaðir og fagrir.
Vinstri grænir hvað!
HP Foss, 15.7.2008 kl. 09:29
Ég veit ekki hvað þú ert að tjá þig um fossa, Hjössa mín, með þessa aumu bunu á bak við hreysin í kvosinni.
Menn verða að þekkja viðfangsefnið áður svo umræðan verði ekki gasprið eitt!
HP Foss, 15.7.2008 kl. 10:25
Felli hvorki í stafi né lón, segir Hjössa, hefði þó gott af að taka svo sem eins og tvö þrjú jóganámskeið hjá foringja fellanna.
Spurning hvort ekki þurfi að setja það í umhverfismat, þar sem slík offsa orka er virkjuð en þar stoppa náttúrulega náttúruleysingjarnir hjá Vinstri grænum, þora hvorki né geta. Gera þar af leiðandi ekki neitt.
HP Foss, 15.7.2008 kl. 15:21
He he, þetta er bara snilli, takk
steinimagg, 15.7.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.