Mánudagur, 2. júní 2008
Jómfrúarferðin
Jæja, tímdi loksins að fara með nýja hjólið út, gott veður eg alles, fór ekki langt ef það skyldi fara að rigna.
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.
Athugasemdir
Elskulegi frændi minn og fjölskylda þín öll, til lukku.
Bestu kveðjur frá okkur úr Tungunni.
Karl Tómasson, 2.6.2008 kl. 23:52
Frábært ! Til hamingju með áfangann!
Nú tek ég mitt úr geymslunni og þurrka af því rykið, stefnum á hjólatúr þegar hann styttir upp
GM (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 20:06
Maður er ekkert að þvælast á ný bónuðu út í rigningu ef þess er ekki þörf. En frábært að þú skulir vera kominn af stað aftur. Byrja bara rólega á nokkrum stuttum sprettum og lengja þá svo smámsaman í annan endan. Gæti ímyndað mér eins og þetta sé að öðlast frelsi á ný. Maður ,hjól og óbeysluð náttúran. Frábært.
Guðmundur St. Valdimarsson, 3.6.2008 kl. 23:01
Takk takk, búinn að fara aðra ferð og lenti í skelfilegum ógöngum, var að hjóla einhverja götu og hvað haldið þið, það var bara einhver gaur að vökva garðinn og það lak vatn yfir götuna, þar sem ég var ekki nógu snöggur að fatta það þá hjólaði ég bara beint yfir bleituna og það skvettust sjö skítugir vatnsdropar á hjólið. Þetta var alveg hrikalegt áfall, ég fór beint heim, þreif og bónaði hjólið.
steinimagg, 5.6.2008 kl. 21:29
Geturðu ekki sett einhversskonar skjöld yfir hjólið svo þú lendir ekki í svona krísu aftur?
Þ
Þórdís Einarsdóttir, 6.6.2008 kl. 20:19
Mikið var. Maður var farinn að kveljast þér til samlætis við tilhugsunina af öllu þessu hreyfingaleysi þínu.
Magnús Bergsson, 7.6.2008 kl. 13:56
Frábær stund eflaust, til hamingju!
Svakalegt að heyra þessa sögu um sjö litlu skítugu vatnsdropana.. hryllingur alveg! :-P
Amason, 10.6.2008 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.