Mánudagur, 28. apríl 2008
Bláa Lóns þraut 2008
Nú styttist í hina frábæru Bláa Lóns þraut sem ég tók þátt í 2006 og 2007 en hún verður haldin 8. júní. Það er nú alveg óþolandi að geta ekki þátt þetta árið en ég bíð bara spenntur eftir keppninni 2009.
Bláa Lóns þrautin er farin frá Strandgötu í Hafnafirði, Djúpavatnsleið, Grindavík og að Bláa Lóninu.
Hér er kort af leiðinni og allar upplýsingar eru á heimasíðu HFR
Og hér eru snilldar myndir af mér sjálfum sem Albert Jakobsson tók 2006 og 2007.
Við drykkjarstöðina en þurfti ekki að stoppa, var með nóg af vatni.
Að koma í mark vel skítugur, 2006.
Að koma í mark 2007.
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.
Athugasemdir
Dugnaðarforkurinn hann Hallsteinn frændi minn. Mikið hef ég alltaf verið stoltur af honum.
Það er bara ein leið eftir erfið veikindi eða áföll og hún er beint áfram. Þá stefnu tókst þú strax í upphafi og efast ég um að það hafi farið framhjá nokkrum manni.
Gangi þér vel í Bláalóns þrautinni 2009.
Bestu kveðjur úr Tungunni.
Karl Tómasson, 28.4.2008 kl. 23:19
Flottur. Þú tekur þetta að ári.
Magnús Unnar, 29.4.2008 kl. 18:37
það styttist í að þú takir upp grifflurnar aftur... með hverri mínútunni :)
Amason, 1.5.2008 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.