Þriðjudagur, 1. janúar 2008
Gleðilegt ár.
Jæja þá er 2008 loksins komið, einmitt það sem ég hef verið að bíða eftir. Af hverju var hann að bíða eftir nýju ári hugsa kannski margir en það gefur nú auga leið, Nú auðvitað til að gera nýtt áramóta heit. Síðasta áramóta heit fór aðeins úr böndunum í lok ársinns en heitið var að halda sér í kjörþyngd, sem var nú frekar létt eða bara skítlétt fyrir mig þar sem ég hef nú alltaf verið í henni. Þá er það nýja áramótaheitið en það er að sjálfsögðu að ná sér aftur í kjörþyngd.
Hafið það sem best á nýja árinu, það verður frábært.
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.
Athugasemdir
þú leikur þér að því... ég strengi aldrei svona heit, ætla samt að koma mér eitthvað niður í vigt og í betra form á árinu, það er bráðnauðsynlegt að vera í fínu formi og þá skiptir þyngdin máli, 10-20 kg í plús telja.. er samt búinn að léttast um 4 kg s.l. 2 mánuði án þess að gera neitt í málunum... þ.a. kannski er það bara málið.. að gera EKKERT!?
Veit nú ekki heldur hvað er í gangi með þessi jól en þrátt fyrir alla þessa óhollustu þá er ég nú bara búinn að léttast um 1-2 kg s.l. 2-3 vikur - held bara að frk Halldóra sé að reyna að "létta aðeins undir" með fólki eftir átið um hátíðirnar... (vogin í Laugardalslaug heitir það - fór þangað núna 30. des, dreifi annars mínum sundlaugaheimsóknum á nokkra staði, nýju laugina í Mosfellsbæ, Grafarvog, Sundhöllina, Árbæ og Seltjarnarnes.. en þetta hafa aðallega verið bara pottafslöppunarogíhuganarferðir s.l. mánuði)
Kannski er bara málið að hafa jól allt árið og þá verður maður kominn í ásættanlega þyngd fyrr en varir.. 10-15 kg væru þá farin um páska
... neee.. það væri nú fínt að ná því samt einhvern tímann á árinu... Drekka Skyr.is án viðb sykurs, borða banana og ávexti og fá sér svo harðfisk á kvöldin í staðinn fyrir eitthvað óhollt.... borða reglulega og ná jafnvægi í matarræðið.. skrá þetta bara á www.hot.is (mjög sniðugt að nota það)... 50 grömm af harðfiski er jafnmikið og hálft kíló af ferskum fiski!
Og já, nýja árið verður frábært!
Amason, 2.1.2008 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.