Leita í fréttum mbl.is

Charlie Chaplin

Þvílíkur snillingur var nú Chaplin, það liggur við að það sé hægt að horfa á hann endalaust.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Amason

Hvurslax er þetta.. þú ert búinn að vera pikkandi hérna eins og vitleysingur í vel á annan mánuð og ég veit ekki einu sinni af því.. og það meira að segja hér í næsta herbergi við hliðina á mér.. eða svona þannig séð.. já eða kannski ekki pikkandi eins og vitleysingur en innleggjandi þó..

já Chaplin klikkar ekki, fínt að kíkja upp frá náminu og kitla hláturtaugarnar aðeins, gaman að þessu..

Ég ætlaði að bæta við athugasemd við nokkurra vikna gömlu innleggi frá þér en þú ert með þetta stillt þannig að það lokast fyrir athugasemdir eftir nokkra daga..
En hvað um það.. Ég ætlaði nú bara að taka undir þetta með sýningu Eggerts Pálssonar sem var uppi á Kjarvalsstöðum fram í byrjun nóvember. Ég fór á þessa sýningu seint í október og var gjörsamlega bergnuminn.. Ég er búinn að fara töluvert af sýningum á þessu ári og ég verð að segja að þó það sé ekki einhver djúp pæling að baki þessum verkum þá á svona "sjónræn fegurðarlist" svo sannarlega rétt á sér og jafnvel meira en annað.. Ef eitthvað er augnakonfekt þá var það þessi sýning. Ég veit ekki hversu oft ég fór hringinn um sýningu Eggerts þarna á Kjarvalsstöðum, ég átti a.m.k. erfitt með að fara frá Kjarvalsstöðum og má segja að ég hafi svona "byggt mig upp" fyrir næstu umferð/næsta hring með því að ganga um og skoða aðrar sýningar á Kjarvalsstöðum á milli þess sem ég gekk aftur inn í salinn. Sem betur fer fór ég einn þ.a. ég gat gefið mér góðan tíma en því miður gaf ég mér ekki tíma til að fara oftar en einu sinni, enda voru fáir dagar eftir þegar ég fór... Fegurðin í þessum verkum hans ristir djúpt og hvað gat maður annað en gengið út með bókina hans undir hendinni svona djúpt snortinn.. Samt sem áður þá eru þetta þannig verk að það er ekki hægt að líkja því saman að skoða verkin í öðru formi en original, þessar myndir eru alveg geggjaðar og það liggur við að ef maður væri með 1-2 millur lausar að það væri þess virði að fjárfesta í einu af hans stóru nýrri verkum til að gleðja augun um ókomna framtíð.. Í allra nýjustu verkunum sá maður að hann er aðeins farinn að koma landslagi meira inn í plönturíkið og mér fannst það heppnast vel í því mæli eins og hann gerði þar.. en ok, nóg af þessu blaðri, það skilja eflaust fáir svona hrifningu nema fyrir það fyrsta að hafa farið á sýninguna og í öðru lagi að hún falli að áhugasviði eða smekk fólks.. Skil þig vel m.v. áhugasvið þitt í ljósmyndun, þ.e. macro, þó svo að þetta flokkist ekki endilega undir macro en kannski smá svona macro af Íslandi í fegraðri mynd, bara glæsilegt!

Jæja, nú veit ég a.m.k. af þér hérna.. verðum í bandi..
kv. Arnar

Amason, 19.11.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Amason

Ferlegt að geta ekki leiðrétt innsláttarvillur í athugasemdum eftir að maður skilar þeim af sér hérna... Auðvitað er Eggert PÉTURSSON en ekki PÁLSSON...!  Skiptir víst máli hvort sé Pétur eða Páll...

Hvað um það, eftir að ég sá sýninguna á sínum tíma þá ætlaði ég alltaf að gefa mér tíma og henda inn lofsöng um sýninguna hans í kyrravatnsbloggið mitt, eftir að ég setti athugasemdina svo inn hérna þá ákvað ég að afrita hana inn hjá mér örlítið uppfærða.. Ég held að verkin hans Eggerts verði varla oflofuð...

Amason, 20.11.2007 kl. 00:10

3 Smámynd: steinimagg

Sæll Arnar, já auðvitað er ég löngu kominn með bloggsíðu enda mikill penni og ritsnillingur. Já sýningin hanns Eggerts var möguð og í fyrsta skipti sem ég fer tvisar á sömu málverkasýninguna og þetta var líka í fyrsta sinn sem mér langaði all verulega í mynd. Mér fannst þessi flottust, það er bara ekkert varið í að sjá þær litlar enda er hún 95 x 400 cm.

http://www.jr.is/eggertpetursson/myndirstorar/20062007ep95x400.jpg 

Ég áttaði mig ekki alveg á  því hvað þú meintir með þessu "næsta herbergi við hliðina á mér ............. en innleggjandi þó"

En hvað um það veðrið er allavega gott, kv HM. 

steinimagg, 20.11.2007 kl. 14:28

4 Smámynd: Amason

Sæll aftur... já ég get verið ruglingslegur... hehe.. ég ætla að reyna að útskýra ruglaðan þankaganginn hjá mér aðeins... 

Það sem ég meinti með:
"og það meira að segja hér í næsta herbergi við hliðina á mér.. eða svona þannig séð.."
þá er ég að meina á sama blogginu, moggablogginu...
og það sem ég meinti með þessu: 
"já eða kannski ekki pikkandi eins og vitleysingur en innleggjandi þó.."
þá var ég nú kannski bara að leiðrétta mig þ.s. ég sagði fyrst að þú værir pikkandi eins og vitleysingur því innleggin eru nú ekki löng hjá þér en þrátt fyrir það ertu þó að setja inn innlegg... það er frekar ég sem pikka eins og "vitleysingur" þegar ég pikka eitthvað hérna...

En í sambandi við Eggert og þetta tiltekna málverk hans þá get ég alveg verið sammála þér, einmitt í því málverki og öðrum sem voru í sama rými á sýningunni, sem öll eru meðal hans allra nýjustu, heilluðu mig mest þó svo að öll heilluðu mig mikið. Og einmitt í þessu verki og þessum nýjustu er hann kominn með smá landslag inn í verkin eins og ég nefndi.. þetta er ekkert smá flott hjá honum..
ég segi eins og þú að þarna sá maður að peningum í þessum verkum væri vel varið. Það væri tóm hamingja að eignast eina af þessum myndum, ég tala nú ekki um þessa mynd sem þú nefndir.. spurning um veggpláss reyndar...

Amason, 20.11.2007 kl. 17:28

5 Smámynd: steinimagg

He he, ég áttaði mig ekki alveg á þessu en núna skil ég hvað þú varst að meina. Ekki finnst mér minn texti vera neitt stuttur, hann er bara akkúrat einns og hann á að vera

Varðandi málverkin hanns Eggerts þá er ég sammála þér með að þessi nýjustu heilluðu mig mest, kannski vegna þess að það var smá landslag, annars voru þarna nokkur eldri sem ég horfði svo lengi á að ég fór að hafa áhyggjur um að það kæmi gat.

steinimagg, 20.11.2007 kl. 22:58

6 Smámynd: Amason

jamm, textinn getur sjaldnast verið of stuttur, frekar of langur eins og hann vill stundum verða í mínu tilfelli.. þú hefur þó verið að setja inn innlegg af og til en ég frekar sjaldan, ætla að reyna að bæta úr því...

Amason, 21.11.2007 kl. 10:12

7 Smámynd: Karl Tómasson

Einhvernvegin hef ég aldrei talið Chaplin snilling í boxi. Þar sem þú ert nú mikill áhugamaður um box vekur hjá mér furðu að þú teljir hann til snillinga í þeirri íþrótt. Ha ha ha, var þetta ekki rosalega findið.

Frábært myndband kæri frændi.

Bestu kveðjur úr Kvosinni.

Karl Tómasson, 21.11.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: steinimagg

Þegar ég sá þessa mynd (fyrir ca 31 ári) fékk ég mikinn áhuga á boxi, það sem ég hef séð síðan er bara ekkert varið í enda allur áhugi löngu farinn.

 Kveðja HM

steinimagg, 22.11.2007 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

steinimagg
steinimagg
Með allskonar dellu

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband