Færsluflokkur: Bloggar
Sunnudagur, 21. desember 2008
Jólagjafir
Þessar amerísku auglýsingar eru nú ekki mjög gamlar og þóttu eflaust bara fínar en það er nú bara hálf fyndið að sjá þær í dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 18. desember 2008
Límband
Það er alveg ótrúlegt hvað sumir einfaldir hlutir geta verið magnaðir.
Ég var búinn að vera með stanslausa fjandans verki í hérna hvað heitir það nú, olnbogabótinni. Ég var að verða geðveikur á öllum verkjatöflunum sem ég þurfti að taka. Ég vældi um þetta við stórsnillinginn sjúkraþjálfarann minn og hann setti upp alveg sértakan svip, það er "nú er ég að hugsa voða voða mikið svipurinn".
Hann velti þessu eitthvað fyrir sér og kom á endanum með límbandsrúllu, he he nú hélt ég að hann væri alveg endanlega orðinn ruglaður eða eitthvað, hann sá eitthvað á svipnum á mér og sagði að þetta væri sko ekkert grín, þetta er til að minnka bólgurnar, hjálpar við að losa um þær og verkirnir ættu þá að minnka, ég botnaði ekkert í hvað ann vara að fara og sagði bara "jááá einmitt". Á límband að laga þetta, glætan spætan, ekki hafði ég mikla trú á því en sagði ekkert upphátt. Jæja límbandið var sett á eftir kúnstarinnar reglum og ég mátti fara.
Þetta var sett á föstudaginn síðasta eða fyrir viku. Hvað haldið þið, þetta fja.. ég meina dásamlega límband virkar, þræl virkar. Ég fann strax mun erfir tvo daga og enn meiri eftir þrjá og gat minnkað verkjatöflurnar tveimur dögum eftir og hætt alveg með þær sterku fjórum dögum síðar, ótrúlegt en satt.
Það er nú ekki amalegt að vera bæði límdur og negldur, snilli :-)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Cyclocross
Cyclocross hjól eru ekki algeng á íslandi og er ég hissa á því að það skuli ekki fleiri vera á svoleiðis hjólum. Hjólin eru nokkuð svipuð og götuhjól í útliti en eru sterkari og með breiðari dekk. Ég hef hjólað með einum og það var stundum alveg magnað, td var hann ekki að hjóla einhvern krók til að komast upp á brú eða eitthvað, hann skellti bara hjólinu á öxlina og hljóp upp og beið svo hinn rólegasti eftir okkur hinum.
Hér er skemmtileg mynd úr keppni, endirinn er ótrúlegur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 12. desember 2008
Reiðhljóðfæri
Hér kemur lag úr Hnetubrjótnum eftir Tchaikovsky spilað á reiðhjól. Í lokin kemur svo listi yfir þann búnað sem notaður er á hjólinu og hljóð hvers hlutar með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 11. desember 2008
Vetrarhjólreiðar
Það getur verið mjög gaman að hjóla á veturna, sérstaklega þegar það er snjór yfir öllu, smá frost og logn. Fara td upp í Heiðmörk og hjóla á stígnum er frábært allan ársins hring, en á veturna er það einhverveginn svo friðsælt.
Sigga benti mér á bloggsíði hjá stelpu sem býr í Alaska, ég verð nú bara að segja að ég öfunda hana aðeins að búa þarna, landslagið er alveg magnað og svo er veðrið mun betra, það eru ekki þessar umhleypingar sannslaust.
Stelpan heitir Jill og tók þessar myndir. Hér er síðan hennar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Brúarárfoss.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Svangur ísbjörn
Ætli mann greyið hafi verið búinn að týna bíllyklinum, ég held allavega að hann hafi sloppið.
Fleiri myndir eru hér
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Ein fyrir HP Foss
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Mánudagur, 8. desember 2008
Vetrarhjól.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 6. desember 2008
Fleiri bíómyndir
Jæja, hér eru næstu þrjár senur, Lárus hafði rétt fyrir sér með nr 1 og 2, og hvað haldið þið nú.
Nr. 4
Nr. 5
Nr. 6
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.