Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

iTunes

Þetta er nú meiri snilldar hugbúnaðurinn þessi iTunes og mikið er nú þægilegt að geta haft alla sína tónlist í tölvunni. Var búinn að eyða þó nokkrum tíma í að finna myndirnar af diskunum á netinu og var orðinn annsi leiður á því, svona er að gera þetta ekki jafnmóðum, en í dag fékk ég viðbótar forrit í iTunes sem heitir Gimmesometune. Þetta er annsi sniðugt, um leið og maður skellir disk í iTunes þá finnur forritið sjálft myndina og skellir henni inn, þannig að núna er ég kominn með myndir af öllum diskum (plötum) sem eru í  tölvunni eða iTunes.

Ekki veit ég hvort þetta er hægt í þessum vonlausa dimma grámyglu PC tölvuheimi en hjá okkur sólskinsbrosandi epla notendum er þetta bara snilli sem virkar Smile


Pizzur

Pizzur geta nú verið ágætar en þær eru frábærar ef maður gerir þær sjálfur.

Best að skella inn uppskrift.

 

Hmm, nei annars hættur við, ég gæti fengið samkeppni. 


Charlie Chaplin

Þvílíkur snillingur var nú Chaplin, það liggur við að það sé hægt að horfa á hann endalaust.

 

 


Umhvefis jörðina

Í kvöld fór ég og sá bræðurna Einar og Sverri Þorsteinssyni sýna myndir og segja frá ferð sinni umhverfis jörðina á mótorhjólum, þeir fóru þessa leið minnir mig, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland, Litháen, Rússland, Mongólía, Rússland, Síbería, Rússland, Japan, Alaska, Kanada, Bandaríkin og svo heim til Íslands. Þetta var frábært kvöld og mæli ég með að lesa og skoða myndirnar á blog síðunni hans Sverris.

http://sverrirt.blog.is/blog/sverrirt/

 

 


Subaru gegn Volvo

Þar sem ég nenni ekki að skrifa neitt þá skélli ég bara inn enn einu videoinu. Rakst á þetta fyrir löngu þegar ég var í bílahugleiðingum.

Hopp og skopp

Það er alveg magnað á sjá þessa gaura sem eru að leika sér að hoppa, skoppa, stökkva og allt. Hafa líklega þurft að fá plástur einhverntíman.

Draumahjólið

Ég væri nú alveg til í að fá mér eitt svona.

http://www.katz-bikes.com/

 

 

KATZ bike  


Rólegt

Já enn og aftur er ekkert spennó að ské, vonandi gerist nú samt eitthvað í vikunni. En svona á meðan þá mæli ég með þessum:

 


Enn og aftur Eggert Pétursson

Fór aftur á Kjarvalsstaði til að sjá verkin hanns Eggerts, þetta er alveg mögnuð sýning og naut ég hennar betur en síðast.

Fjallahjól

Þá er nú komið að því að finna nýtt fjallahjól, hef verið að skoða hjól með Rolhoff gírum. Það koma nokkur hjól til greina og svo er nú bara spurning hvort maður kaupi bara stellið og allan búnaðinn sér og setji saman sjálfur.

Hef verið að skoða þessi:

http://www.vannicholas.com//Gallery/ZNRH_DT1_M.jpg

http://www.hilset.be/images/Rohloff/single4.jpg

http://www.endorfinbikes.de/EN/lupe/6.jpg


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

steinimagg
steinimagg
Með allskonar dellu

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband