Færsluflokkur: Bloggar
Mánudagur, 28. apríl 2008
Bláa Lóns þraut 2008
Nú styttist í hina frábæru Bláa Lóns þraut sem ég tók þátt í 2006 og 2007 en hún verður haldin 8. júní. Það er nú alveg óþolandi að geta ekki þátt þetta árið en ég bíð bara spenntur eftir keppninni 2009.
Bláa Lóns þrautin er farin frá Strandgötu í Hafnafirði, Djúpavatnsleið, Grindavík og að Bláa Lóninu.
Hér er kort af leiðinni og allar upplýsingar eru á heimasíðu HFR
Og hér eru snilldar myndir af mér sjálfum sem Albert Jakobsson tók 2006 og 2007.
Við drykkjarstöðina en þurfti ekki að stoppa, var með nóg af vatni.
Að koma í mark vel skítugur, 2006.
Að koma í mark 2007.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Jibbí
Nú var ég sko að detta í lukkupottinn, var að vinna 4.000.000.- dollara. Fékk sent bréf frá Ástralska lottóinu í dag. Ég þarf bara að láta þá fá vísakortsmúmerið og þeir draga 20 dollara af því og þá kemur einhver beint frá Ástralíu með ávísunina. Ætli ég verði ekki að bjóða honum í kaffi og kleinur, ætti allavega að hafa efni á því.
Hér er Lotto síðan http://www.globalprizecentre.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 11. apríl 2008
Ferrari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Hnífadella
Ein af mínum dellum er áhugi á hnífum, þetta er eitthvað sem ég losna bara ekki við. Líklega uppeldinu að kenna
Við Haukur fórum tvisvar saman á námskeið í hnífasmíði, hann fór líka í um dagin en ég komst ekki með.
Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt, maður kaupir blaðið og gerir restina sjálfur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 2. apríl 2008
:-)
Jæja eitthvað er þetta nú loksins að koma, mjög hægt en samt í rétta átt. Læknirinn sá að það sem er búið að gróa hafi brotnað upp tvisvar til þrisvar sinnum núna á síðustu vikum, ég þarf bara að passa handlegginn vel og nota hann sama og ekkert þá mun þetta ganga vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 25. mars 2008
Warhammer
Einusinni fórum við Haukur á námskeið í að mála Warhammer kalla. Þeir sem þekkja ekki Warhammer þá eru þeir notaðir í spilamennsku. Menn líma saman og mála heilu herina og hittast svo og spila á risa stórum spilaborðum eða svona vígvöllum. Ég hef nú ekki spilað en aftur á móti var nú bara nokkuð gaman að prófa að mála. Hjálmurinn á þeim er aðeins 6 mm á hæð og heildar stærð 35 mm svo að það er ekki gott að vera skjálfhentur.
Og svona gera snillingar þetta.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 17. mars 2008
Trek Fuel EX9
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Laugardagur, 1. mars 2008
Fann rétta hjólið
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 28. febrúar 2008
Jamm og hana nú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.