Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Hjól dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Staðreyndir um mannkynið
Vissir þú að:
- Það tekur matinn 7 sekúndur að fara frá munni og ofan í maga.
- Hár af höfði manns getur haldið þrem kílóum.
- Lengdin á lim mannsins er jöfn lengd þumalsins, margfaldaðri með þremur.
- Lærbeinið er hart sem steinsteypa.
- Hjörtu kvenna slá hraðar en hjörtu karla.
- Á hverjum fæti höfum við þúsundir baktería.
- Konur blikka augunum tvöfalt oftar en karlar.
- Við notum 300 vöðva bara til að halda jafnvægi á meðan við stöndum.
- Konur eru nú búnar að lesa allan þennan póst.
- Karlar eru enn að skoða á sér þumalinn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Andy og Lou
Litla Bretland er með bestu gamanþáttum sem ég hef séð, hér er eitt snilldar atriði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Smá viðgerð og hressing
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Hjól dagsins
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Laugardagur, 28. mars 2009
Hjól dagsins
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Vinstri og hægri
Þá er ég loksins kominn með nýjustu röntgen myndirnar. Vinstri er eiginlega alveg gróin, lítur allavega vel út. Hægri greyið á ennþá þó nokkuð eftir en það kemur með vorinu.
Vinstri.
Hægri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 15. mars 2009
126 dagar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 9. mars 2009
200
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 26. febrúar 2009
F1
Nú styttist í formúluna, Vettel er komin til Red Bull og mun ég fylgjast vel með honum, hér er snilldar mynd sem sýnir þær breytingar sem búið er að gera á bílunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Laugardagur, 14. febrúar 2009
Mongoose
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 8. febrúar 2009
Þjófnaður
Gat nú verið, læknarnir hafa sko bara stolið heilanum úr mér, mér var sagt að það hafi bara verið að hella aðeins úr hausnum en annað sýnist mér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Hjólamynd
Ég fór í kvöld í klúbbhús Fjallahjólaklúbbsins og sá þar frábæra hjólamynd sem heitir Seasons, þetta var mestmegnis downhill eða fjallabrun og svo allskonar stökk og læti, það sem kom mér mest á óvart var hvað myndin var vel gerð, allavega fannst mér myndatakan frábær.
Hér er smá sýnishorn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 28. janúar 2009
Nýjustu myndir
Fór í myndatöku um daginn og eins og sjá má þá er þetta á réttri leið eða svo sagði læknirinn, en það er líklegt að ég þurfi að fara í smá aðgerð eða speglun á öxlinni til að losa um eitthvað svo að ég nái að hreifa handlegginn upp og niður og út og suður og út um allt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Sunnudagur, 25. janúar 2009
Canning Stock Route
Jakub hjólaði einsamall 2105 km leið um óbyggðir Ástralíu eða leið sem heitir Canning Stock Route. Það er alveg með ólíkindum að honum hafi tekist þetta. Þetta er víst með erfiðari leiðum sem hægt er að finna á jörðinni og hann bara hjólaði þetta, það er t.d. ekki hægt að fara þetta á mótorhjólum nema jeppi sé með til að flytja allt bensínið. Hann var 33 daga á leiðinni og léttist um 18 kg.
Hér er síðan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 20. janúar 2009
Af hverju ég hef ekki bloggað undanfarið
Eins og einhverjir vita þá dó stjúp-tengdamamma og vinkona mín um daginn. Sigga bloggaði um það hér. Ég hef því verið í blogg-fríi en byrja aftur fljótlega.
Kv HM
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 31. desember 2008
Þar fór hann,
gamli góði Electrolux ísskápurinn, hann bara steindó með látum kl 11:33 í morgun, 18 ára og 7 mánaða. Hann hefði nú alveg getað valið sér betri tíma, ekki alveg hentugt að standa í ísskápsmálum á gamlársdag. En eins og við vitum þá gera svona skyndileg fráföll ekki boð á undan sér og við þurftum bara að þjóta af stað. Húsasmiðjan var opin til eitt og við brunuðum þangað. Þar sáum við þennan fína ísskáp, sama sort og okkar gamli bara stærri og flottari, megi hann lengi lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Mánudagur, 29. desember 2008
Hjólaferð um miðjan vetur
Það er örugglega frábært að ferðast um landið á reiðhjóli og vonandi á ég eftir að gera það einhvertímann. Flest allir ferðast um sumartímann en einhverjir hafa verið á ferð um miðjan vetur. Jens og Jakob hafa hjólað ansi víða og verið hér á landi bæði um sumar og vetur. Það er ansi gaman að skoða síðuna þeirra, það er hellingur af myndum og allskonar upplýsingar, td hvaða búnað þeir voru með í þessari vetrar ferð um ísland. Heimasíðan er á þýsku en það er hnappur til að smella á til að breyta yfir í ensku.
Það er eins gott að vera vel klæddur.
Alltaf sama rokið hér :-)
Þarna sést hvernig snjórinn hefur bráðnað undan þeim einhverja nóttina.
Bloggar | Breytt 30.12.2008 kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 24. desember 2008
Gleðileg jól
Gleðilega jól og hafið það sem best um hátíðarnar.
Jólakveðja Hallsteinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tenglar
Mínir tenglar
- Heimasíða Magga Bergs Hér er allt um hjólreiðar, td greinar um vetrarhjólreiðar, ferðast á hjóli, viðgerðir og viðhald og bara allt.
- Up in Alaska Jill er með frábæra hjóla blogg síðu, hellingur af linkum á aðrar góðar síður.
- Fjallahjólaklúbburinn
- Hjólaklúbburinn Voffi
- Hjólreiðafélag Reykjvíkur
- Hjólamenn Hjólreiðafélagið sem ég er í.